Húsnæðisleit

Í Berlín er ýmiss konar húsnæðisform í boði, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi — hvort sem þeir dvelja í borginni í lengri eða skemmri tíma; vilja búa einir eða með öðrum. Hér nefnum við helstu dæmin með nokkrum tenglum, án þess þó að þekkja sérstaklega til allra síðanna sem við vísum á.

Til skemmri tíma
Fyrir ferðamenn í borginni úir og grúir af íbúðum sem leigðar eru með húsgögnum til skemmri tíma, gjarnan gegn töluvert lægri þóknun en hótel og gistiheimili fara fram á.
http://www.ferienwohnung-zimmer-berlin.de/
http://www.ferienwohnung-24-berlin.com/
http://www.berlinzimmer.de/

Með sambýlingum
Svökölluð WG (Wohngemeinschaft) eru sérstaklega vinsæl hjá stúdentum. Þá er herbergjum stórrar íbúðar skipt á milli leigjendanna, sem síðan samnýta eldhús- og snyrtiaðstöðuna.
http://www.wg-gesucht.de/

Heimasíðan Studenten-wg auglýsir líka íbúðir / WG til styttri tíma.

http://www.studenten-wg.de/

Langtímaleiga
Ennfremur er hægt að leigja íbúðir á „hefðbundnari“ hátt. Þær eru auglýstar í smáauglýsingadálkum flestra dagblaðanna, en einna mesta úrvalið er í Berliner Morgenpost, sem auðvelt er að nálgast á netinu.
http://mopo-immonet.de/

Þýskar fasteignaauglýsingar nota orðfæri sem maður þarf að setja sig sérstaklega inn í. Þannig getur munað mikið um umsýslugjald leigumiðlunarinnar (Provision) og öryggisgjald fyrir mögulegar skemmdir á íbúðinni (Kaution). Einnig er misjafnt hvort leigan er gefin upp sem Kalt (strípuð leiga) eða Warm (með ýmsum aukakostnaði, s.s. miðstöðvarkyndingu, ef hún er fyrir hendi). Margar íbúðir í borginni eru enn kolakyntar, en kolainnkaup eru hvorki innifalin í Kalt né Warm.

Yfirlit yfir skammstafanir fasteignaauglýsinganna má meðal annars finna á heimasíðu Berliner Morgenpost.

Vefsíðan Immobilienscout24 er mjög nytsamleg fyrir leit að íbúðum til langtímaleigu, en á danskættuðu síðuni Taekker má finna nokkuð úrval íbúða, sem eru án umsýslugjalds (Provision).

FÍBer
Ef þú ert að leita að eða leigja út íbúð getur þú fengið FÍBer til að auglýsa fyrir þig á póstlista Íslendinga í Berlín. Sú aðferð hefur reynst mörgum vel, til dæmis sem „millilending“ áður en endanlegt húsnæði finnst.

17 athugasemdir við “Húsnæðisleit

  1. Þórey Bergsdóttir

    Sæl veriði!
    Ég er að leita mér að íbúð í Berlín frá 24. maí fram í byrjun júlí. Ég er að fara til Berlínar til að læra þýsku og er helst að leita mér að íbúð sem er í grennd við skólann (hann er í Prenzlauer Berg) en allt kemur til greina! Ég er mjög þrifin, reykingalaus og snyrtileg. Þið sem hafið e’erjar upplýsingar fyrir mig endilega hafið samband!

    Bestu kveðjur 🙂
    Þórey Bergs.

  2. Sæl veri Berlín,

    Ég er að leita mér að íbúð, stúdíóíbúð frá apríl mánuði. Langtíma- og skammtímaleiga kemur til greina. Get borgað allt upp undir 600 EUR á mánuði. Helst í Neukölln eða Kreuzberg. Skelfilega samviskusöm!

    Bestu kveðjur
    Hildigunnur listamaður

  3. Þorgerður Þórhallsdóttir

    Halló!
    Ég er 22 ára gömul stelpa að fara í skiptinám í UdK og er að leita að íbúð eða herbergi í Berlín frá sirka miðjum mars. Bæði til langs og skemmri tíma 🙂 Reyklaus og ábyrgðarfull!
    Þorgerður Þórhallsdóttir.

  4. Er að leita mér að íbúð frá og með september, hugsanlega í 3-6 mánuði. samgjörn leiga 200-300 evrur á mánuði má alveg vera flatshare. helst í kreuzberg & friedrichshain… FER ÚT í næstu viku..

  5. Sæl,
    ég er að leita að 2-3 herbergja íbúð (við erum þrír) í Berlín, helst miðsvæðis (Mitte, F’hain, K’berg o.fl.) frá byrjun sep. til enda desember. Getur verið með eða án húsgagna Reyklausir og reglusamir. Hluti af leigu getur verið greiddur fyrirfram (eða Kaution, en þá á sérstökum bankareikning).

    We are three guys looking for an 2-3 room apartment in the city center (most preferably Friedrichshain, Kreuzb., or Mitte but we will look at anything) from september til the end of December. Furnished or not, don’t care. We don’t have any pets, we don’t smoke and we can pay rent insurance (Kaution) as long as it is safe (special bank account most preferably).

    Hafið samband í email: karig13@gmail.com helst eða í gegnum facebook…

  6. Óska eftir íbúð eða herbergi til leigu í september – nóvember.
    einn strákur reyklaus og reglusamur.
    hafið samband ragnararni@gmail.com

  7. I’m looking for accommodation (a room in a flatshare or small apartment) in Reykjavik from middle of July till end of December.
    Ideally I’m looking for a room/apartment to exchange for my two-room, furnished apartment in Berlin-Kreuzberg.
    Please drop me a message if you think of something. Advice on where to look
    for accomodation would also be appreciated: ke.klawitter@gmail.com

    takk fyrir
    kerstin

  8. Við erum par með 4ra mánaðar gamalt barn að leyta okkur að 4ra herbergja íbúð í Berlín frá og með September. Langtíma leiga í einhverju af þessum hverfum Prenzlauerberg, Friedrichshain, Kreuzberg. Án húsgagna.

    Við erum bæði reykjlaus og samviskusöm, störfum sem arkitekt og hugbúnaðar hönnuður.

    Ef það er einhver sem veit um íbúð sem er að losna eða er með góð ‘tips’ handa okkur, þá væri það vel þegið að senda tölvupóst á ran@ran.is

    takk takk
    Rán

  9. Kristín Helga Waage Knútsdóttir

    Við erum hjón með rúmlega eins árs gamalt barn og erum að leita að íbúð í Berlín frá og með ágúst. Flest hverfi koma til greina en helst myndum við vilja Prenzlauer Berg, Wilmersdorf eða Charlottenburg. Bæði langtíma- og skammtímaleiga, með eða án húsgagna kemur til greina. Ef þið vitið um íbúð til leigu þá væri frábært ef þið gætuð látið mig vita kristinhw@gmail.com. Bestu kveðjur, Kristín Helga

  10. Erling T.V. Klingenberg

    Íbúð til leigu á Laugaveginum (ofan við Hlemm) frá 25. júní til 30.ágúst. Îbúðin samanstendur af svefnherbergi með stórum fataskáp, barnaherbergi (með háu rúmi), stofu, eldhúsi, baðherbergi (sturta/baðkar), svalir og sólríkum og skjólgóðum garði. Í íbúðinni er einnig internet, ljósleiðari, þvottavél, sjónvarp-DVD spilari, húsgögn og eldhúsáhöld. Í stofu er einnig þægilegur svefnsófi fyrir 2.

    Íbúðin leigist á kostnaðarverði; 110 þús kr. á mánuði (með hita-rafmagni, neti, o.fl.). Ath. 25.júní-30.júní FRÍTT ef leigt er júlí og ágúst.

    Áhugasamir hafi samband við:

    erlinggenius@gmail.com

    Fully furnished apartment for rent, downtown Reykjavik from 25th of June-30st of August. The apartment has one bedroom with large closet and large bed, children/teenager bedroom with loft bed, living room (with sleeping sofa, sleep 2 persons), bathroom (bathtub/shower), fully equipped kitchen, balcony and sunny, quiet garden. The apartment also includes internet, TV. DVD and washing machine.

    Rent pr. Month: 700 Euros (including heat, el. Internet and more)

    Interested please contact:

    erlinggenius@gmail.com

  11. Bylgja Dís Gunnarsdóttir

    Við erum tvær íslenskar konur sem erum að leita okkur að íbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði frá september og út nóvember 2011. Við erum báðar reyklausar, ábyrgar og göngum vel um.
    Vinsamlegast hafið samband við Bylgju Dís, bdgsopran@gmail.com eða Jóhönnu, hunangsfluga@hotmail.com. Takk fyrir!

  12. Elías Þórsson

    Elías heiti ég og er 23 ára námsmaður í Kaupmannahöfn. Ég og kærastan mín stefnum á að eyða sumrinu í Berlín (frá 1. júní til lok ágúst). Ástæðan er að kærastan mín er að vinna að mastersritgerðinni sinni í heimspeki og ætlar að nota sumarið í Berlín til rannsókna. Ég stefni á að undirbúa lokaritgerðina mína við Háskólann í Kaupmannahöfn, sem ég klára á næstu önn.

    Við erum bæði reyklaus og okkur þætti vænt um ef eitthver sæi sér fært að hjálpa okkur við húsnæðisleitina. Okkur þætti best ef íbúðin er í Friedrichshain, Mitte, Kreuzberg, Prenzlauer Berg og Neukölln. En við höfum þó ekkert á móti því að skoða í önnur hverfi.

    Kær kveðja,

    Elías og Grace.

  13. Sigurbjörg Þorsteinsdottir

    Kæru Íslendingar í Berlín

    Er ekki einhver sem ætlar heim í sumarfrí í júlí og ágúst (eða hluta þar af) og vill framleigja íbúðina sína? Við erum tvær ábyrgar og reyklausar stúlkur , 27 og 30 ára, sem ætlum að nýta sumarfríið til að læra þýsku og njóta alls þess sem Berlín hefur upp á að bjóða.
    Áhugasamir hafið samband við Sigurbjörgu e-mail: sibba84@gmail.com eða Guðrúnu e-mail: gudrunmargret@gmail.com

  14. Við erum tveir tvítugir strákar í Berlín að leita að íbúð. Okkur er í raun sama hvar íbúðin er en leigan má ekki vera yfirgengilega há. Það væri líka ágætt ef internet væri til staðar. Getum ekkert boðið nema loforð um að borga. Ég (Elías) verð hérna út júlí og jafnvel e-ð í ágúst en Halldór verður áreiðanlega lengur.

    Kv. Elías og Halldór

  15. Við erum 4 manna fjölskylda að leita að íbúð í Berlín frá miðjum september 2011. Erum að hefja mastersnám í UDK. Viljum helst vera í Prenzlauer berg. Bæði langtíma- og skammtímaleiga kemur til greina, með eða án húsgagna.
    Skilvís, reyklaus og fyndin.

Skilja eftir svar